Málið

Yfirlit yfir gagnaöflun saksóknara Alþingis fram að útgáfu ákæru 10. maí 2011

Yfirlit yfir helstu dagsetningar og framgang rannsóknarinnar

10.5.2011

25.5.2011

  • 12. október 2010. Saksóknari og varasaksóknari Alþingis kosnir af Alþingi

  • Í fyrri hluta nóvember 2010 voru saksóknarar komnir í leyfi frá föstum störfum sínum og búið að koma upp skrifstofuaðstöðu að Skúlagötu 17. Yfirferð yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hófst.

  • 23. nóvember 2010. Bréf saksóknara Alþingis til Þjóðskjalasafns Íslands. Í bréfinu er gagna beiðst í mörgum liðum úr vörslum Þjóðskjalasafnsins er aflað var af rannsóknarnefnd Alþingis og/eða urðu til hjá nefndinni, þ. á m. skýrslur af fólki hjá rannsóknarnefndinni, og rafræns afrits af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde.

  • 6. desember 2010. Bréf saksóknara Alþingis til Þjóðskjalasafns Íslands. Í bréfinu er gagna beiðst í mörgum liðum úr vörslum Þjóðskjalasafnsins er aflað var af rannsóknarnefnd Alþingis og/eða urðu til hjá nefndinni, þ. á m. skýrslur af fólki hjá rannsóknarnefndinni.

  • 10. desember 2010. Bréf Þjóðskjalasafns Íslands til saksóknara Alþingis. Bréfið felur í sér svar, að hluta, við beiðni saksóknara Alþingis 23. nóvember 2010. Í bréfinu er m. a. beiðni um afhendingu skýrslna af mönnum hjá rannsóknarnefnd Alþingis og aðgangi að rafrænu afriti tölvupóstsamskipta Geirs H. Haarde, hvoru tveggja í vörslum Þjóðskjalasafns Íslands, hafnað.

  • 5. janúar 2011. Bréf Þjóðskjalasafns Íslands til saksóknara Alþingis. Bréfið er svar Þjóðskjalasafnsins, að hluta, við bréfi saksóknara Alþingis 23. nóvember 2010.

  • 7. janúar 2011. Bréf saksóknara Alþingis til forsætisráðuneytisins. Í bréfinu er þess beiðst að forsætisráðuneytið afhendi saksóknara Alþingis annars vegar rafrænt afrit af öllum tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde frá 15. júní 2006 til 1. febrúar 2009 og hins vegar fundargerðir og minnisgreinar frá ráðherrafundum ríkisstjórna Geirs H. Haarde á umræddu tímabili.  

  • 7. janúar 2011. Bréf Brynhildar Pálmarsdóttur, ritara þingmannanefndarinnar, til saksóknara Alþingis. Með bréfinu fylgdi samrit af gögnum þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.      

  • 11. janúar 2011. Bréf Þjóðskjalasafns Íslands til saksóknara Alþingis. Bréfið felur m. a. í sér svar við bréfi saksóknara Alþingis 23. nóvember 2010. Í bréfinu er því m. a. hafnað að afhenda skýrslu manna hjá rannsóknarnefnd Alþingis. Önnur tilgreind gögn afhent. 

  • 14. - 17. janúar 2011 Tölvupóstsamskipti milli Helga Magnúsar Gunnarssonar, varasaksóknara Alþingis, og Ágústs Geirs Ágústssonar, skrifstofustjóra forsætisráðuneytisins,  um frekari rökstuðning fyrir kröfu saksóknara Alþingis 7. janúar s. m.  
  • 17. janúar 2011. Bréf saksóknara Alþingis til Landsdóms. Í bréfinu er þess óskað að fallist forseti Landsdóms ekki á að gagna úr vörslum Þjóðskjalasafns Íslands verði aflað með úrskurði héraðsdóms úrskurði Landsdómur um að hald skuli lagt á gögnin. Meðfylgjandi er fyrirhuguð kröfugerð saksóknara Alþingis fyrir héraðsdómi.
  • 19. janúar 2011. Bréf saksóknara Alþingis til forsætisráðuneytisins. Í bréfinu er að finna nánari rökstuðning fyrir kröfu saksóknara Alþingis 7. janúar 2011, þess efnis að fá afrit af tölvupóstum Geirs H. Haarde og fundargerðum ríkisstjórna.

  • 24. janúar 2011.  Bréf Landsdóms til saksóknara Alþingis, þar sem lagt er fyrir héraðsdóm Reykjavíkur að taka ákvörðun um hvort fallist sé á beiðni saksóknara um öflun gagna [skýrslur manna hjá rannsóknarnefnd Alþingis í vörslum Þjóðaskjalasafns Íslands.
  • 25. janúar 2011.  Krafa saksóknara Alþingis til Héraðsdóms Reykjavíkur, um að úrskurðað verði um hald á tilgreindum skýrslum manna hjá rannsóknarnefnd Alþingis úr vörslum Þjóðskjalasafns Íslands.

  • 26. janúar 2011. Bréf saksóknara Alþingis til Þjóðskjalasafns Íslands. Í bréfinu er óskað eftir frekari gögnum úr vörslum Þjóðskjalasafnsins frá rannsóknarnefnd Alþingis. 

  • 28. janúar 2011. Endurrit Héraðsdóms Reykjavíkur vegna kröfu saksóknara Alþingis um afhendingu gagna og haldlagningu úr vörslum Þjóðskjalasafns Íslands. Mál nr. R-73/2011.

  • 28. janúar 2011. Bréf Þjóðskjalasafns Íslands til saksóknara Alþingis. Bréfið felur í sér svar við tölvubréfi saksóknara Alþingis þar sem skjalaskrár rannsóknarnefndar Alþingis var beiðst. Með bréfinu fylgi umbeðin skjalaskrá.
  • 2. febrúar 2011Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur, dagsettur 2. mars [2. febrúar] 2011, þar sem hafnað er kröfu Geirs H. Haarde um að fá komið að dómkröfum í máli saksóknara Alþingis gegn Þjóðskjalasafni Íslands. Úrskurðurinn var uppkveðinn 2. febrúar 2011. Mál nr. R-73/2011. 

  • 3. febrúar 2011. Kæra verjanda Geirs H. Haarde, Andra Árnasonar hæstaréttarlögmanns, til Landsdóms, á úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R-73-2011. 

  • 8. febrúar 2011. Bréf forsætisráðuneytisins til saksóknara Alþingis. Svar forsætisráðuneytisins við beiðni um aðgang að fundargerðum og minnisgreinum ríkisstjórnar Íslands í forsætisráðherratíð Geirs H. Haarde. Með bréfinu var aðgangur veittur að umbeðnum gögnum.
  • 10. febrúar 2011. Bréf saksóknara Alþingis til forsætisráðuneytisins. Um ræðir beiðni saksóknara Alþingis um aðgang að fundargerðum og minnisgreinum ríkisstjórnar Íslands í forsætisráðherratíð Geirs H. Haarde 15. júní 2006 til 1. febrúar 2009. Bréfið varðar nánari tilhögun gagnaöflunar.
  • 14. febrúar 2011. Bréf saksóknara Alþingis til forsætisráðuneytisins. Um ræðir beiðni saksóknara Alþingis um aðgang að fundargerðum og minnisgreinum ríkisstjórnar Íslands í forsætisráðherratíð Geirs H. Haarde 15. júní 2006 til 1. febrúar 2009.  Bréfið felur í sér ósk um tiltekin gögn í framhaldi rannsóknar saksóknara Alþingis á gögnum í forsætisráðuneytinu.
  • 16. febrúar 2011. Bréf Þjóðskjalasafns Íslands til saksóknara Alþingis. Bréfið felur í sér, að hluta, svar Þjóðskalasafnsins við bréfi saksóknara Alþingis 26. janúar 2011. 

  • 16. febrúar 2011. Bréf forsætisráðuneytisins til saksóknara Alþingis. Bréfið felur í sér staðfestingu á afhendingu gagna þeirra sem óskað var með bréfi saksóknara Alþingis 14. febrúar 2011.

  • 24. febrúar 2011. Bréf verjanda Geirs H. Haarde, Andra Árnasonar hæstaréttarlögmanns, til Landsdóms, um athugasemdir kæranda við greinargerð saksóknara Alþingis í kærumáli Landsdóms, saksóknari Alþingis gegn Þjóðskjalasafni Íslands, ásamt fylgiskjölum.
  • 25. febrúar 2011. Krafa saksóknara Alþingis til Landsdóms, um að Landsdómur úrskurði um að hald skuli lagt á rafrænt afrit af öllum tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde frá því hann varð skipaður forsætisráðherra 15. júní 2006 þar til hann fékk lausn frá störfum forsætisráðherra 1. febrúar 2009.

  • 28. febrúar 2011. Bréf saksóknara Alþingis til Þjóðskjalasafns Íslands. Í bréfinu er óskað eftir frekari gögnum úr vörslum Þjóðskjalasafnsins frá rannsóknarnefnd Alþingis. 

  • 4. mars 2011. Bréf Þjóðskjalasafns Íslands til saksóknara Alþingis. Bréfið felur m. a. í sér svar, að hluta, við bréfi saksóknara Alþingis 26. janúar 2011, sem og svarbréf, að hluta, við bréfi saksóknara Alþingis 10. desember 2010. Í bréfinu er því m. a. hafnað að veita aðgang að tilteknum tölvupóstum, sem óskað hafði verið eftir.

  • 8. mars 2011.  Dómur Landsdóms (mál nr. 1/2011), saksóknari Alþingis gegn Þjóðskjalasafni Íslands.                      

  • 10. mars 2011. Bréf Þjóðskjalasafns Íslands til saksóknara Alþingis. Bréfið felur í sér svar við bréfi saksóknara Alþingis 28. febrúar. 

  • 16. mars 2011. Bréf saksóknara Alþingis til Þjóðskjalasafns Íslands. Um ræðir framhaldsbeiðni við bréf saksóknara Alþingis 23. nóvember 2010 þar sem tiltekinna ganga úr vörslum Þjóðskjalasafnsins var beiðst frá rannsóknarnefnd Alþingis. 

  • 22. mars 2011. Úrskurður Landsdóms  (mál nr. 2/2011), saksóknari Alþingis gegn forsætisráðuneytinu og Geir Hilmari Haarde.       

  • 23. mars 2011. Bréf saksóknara Alþingis til forsætisráðuneytisins. Með bréfinu var forsætisráðuneytinu sendur úrskurður Landsdóms 22. mars 2011, sem mælir fyrir um afhendingarskyldu ráðuneytisins á tölvupóstum Geirs H. Haarde, sem saksóknari Alþingis beiddist upphaflega 7. janúar 2011, og um leið óskað eftir að gögnin yrðu afhent.
  • 24. mars 2011. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur, dagsettur 24. mars 2011, um að Þjóðskjalasafni Íslands sé skylt að afhenda saksóknara Alþingis skýrslur tilgreindra manna fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Úrskurðurinn var uppkveðinn  Mál nr. R-73/2011.            
  • 25. mars 2011. Bréf forsætisráðuneytisins til saksóknara Alþingis. Með bréfinu var rafrænt afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde á tímabilinu frá 15. júní 2006 til 1. febrúar 2009 afhent saksóknara Alþingis.  

  • 30. mars 2011. Bréf Þjóðskjalasafns Íslands til saksóknara Alþingis. Bréfið felur í sér svar við beiðni saksóknara Alþingis 16. mars 2011 og svarbréf, að hluta, við beiðni saksóknara 26. janúar 2011.                                           

  •  10. maí 2011. Ákæra gefin út og undirbúningi málsgagna og gerð skjalaskrár fyrir ljósritun lokið. Landsdómi og verjanda voru afhent skömmu seinna 10 hefti með málsgögnum sem nam 3683 bls. auk 122 bls. langrar skjalaskrá, í hæfilegum fjölda eintaka.

Senda grein

Þetta vefsvæði byggir á Eplica