Um saksóknara Alþingis

Ákvörðun um málshöfðun sókn málsins og gagnaöflun

19.5.2011

Í 13. gr. laga um landsdóm nr. 3/1963 segir:

„Ákvörðun Alþingis um málshöfðun gegn ráðherra skal gerð með þingsályktun í sameinuðu þingi, og skulu kæruatriðin nákvæmlega tiltekin í þingsályktuninni, enda sé sókn málsins bundin við þau. Jafnframt kýs Alþingi mann til að sækja málið af sinni hendi, og annan til vara, ef hinn kynni að forfallast. Enn fremur kýs sameinað Alþingi fimm manna þingnefnd með hlutfallskosningu til þess að fylgjast með málinu og vera saksóknara Alþingis til aðstoðar.

 Í 16. gr. laga um landsdóm segir.

Það er skylda saksóknara Alþingis að leita allra fáanlegra sannana fyrir kæruatriðum, hann undirbýr gagnasöfnun og rannsókn í málinu og gerir tillögur til landsdóms um viðeigandi ráðstafanir til að leiða hið sanna í ljós. Hann hefur um starf sitt samráð við saksóknarnefnd Alþingis.
Það er hlutverk verjanda að draga fram allt, er verða má ákærðum til sýknu eða hagsbóta, og að gæta hagsmuna ákærðs í hvívetna."

Senda grein

Þetta vefsvæði byggir á Eplica